Kúlan - Eygló Harð­ar­dóttir

Kúlan - Eygló Harðardóttir

Kúlan - Eygló Harðardóttir

Ásmundarsafn

-

Listin meðal fólksins, sérstakt verkefni þar sem þrír ungir listamenn munu vinna innsetningar í Kúlunni. Ásmundarsafn við Sigtún hefur allt frá stofnun verið helgað sýningum á verkum Ásmundar Sveinssonar. Skiljanlega. Listamaðurinn byggði húsið, bjó þar um áratuga skeið og skapaði þar mörg sín eftirminnilegustu verk, auk þess sem fjöldi verka hans prýðir garðinn í kringum safnið.

Það hefur hins vegar verið hefð til margra ára að bjóða öðrum listamönnum að sýna verk sín tímabundið í safninu samhliða verkum Ásmundar.

Þannig hafa orðið til ýmsar skemmtilegar samsýningar, sem hafa einnig varpað ljósi á tengsl listar Ásmundar við það sem er að gerjast í höggmyndalist samtímans.

Að þessu sinni var ákveðið að bjóða listamönnum sérstaklega að sýna í einu undursamlegasta rými safnsins, kúlunni. Þessar innsetningar vísa enn frekar til þeirra möguleika sem Ásmundarsafn býður upp á sem verðugt umhverfi fjölbreytilegrar myndlistar..

Myndir af sýningu