Kristín Gunn­laugs­dóttir: Yfir­lits­sýning

Kristín Gunnlaugsdóttir, Sköpunarverk I, 2013

Kristín Gunnlaugsdóttir: Yfirlitssýning

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttir í Vestursal Kjarvalsstaða öðlumst við einstaka sýn á mannlega tilveru og tilfinningalíf.

Kristín er einn afkastamesti og ástsælasti listamaður samtímans sem á að baki fjölmargar viðamiklar sýningar og verk víða í opinberri eigu.

Kristín Gunnlaugsdóttir hefur vakið athygli fyrir að vera óhrædd við að brjóta upp myndmál sitt og aðferðir. Hún sækir í aldagamlar hefðir og skapar fígúratíf málverk sem byggjast á margslungnu táknkerfi; abstraktverk sem kallast á við tjáningarmáta módernismans; og útsaumsverk sem eru vandlega útfærð eftir skjótunnum módelskissum, svo nokkur dæmi séu tekin. Grunnurinn á fjölbreyttum ferli Kristínar er traustur, listsköpun hennar endurspeglar leit að leiðum til þess að tjá það sem erfitt er að færa í orð. Verk hennar miðla tilfinningum, almennri og persónulegri reynslu

Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd 1963 og nam myndlist í Myndlistarskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1983-88. Þá fór hún utan og lagði stund á íkonamálun í Fransescane Missionarie di María klaustrinu í Róm og þá tók við listnám við Ríkisakademíuna í Flórens á Ítalíu árin 1987-93. Kristín er níundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum. Slík stöðutaka á sér stað í framsetningu lykilverka frá ólíkum tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og útgáfu sýningarskrár þar sem fjallað um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Mynd: Sköpunarverk I, 2013

Ítarefni

Sýningarstjóri

Markús Þór Andrésson

Listamenn