Katrín H. Ágústs­dóttir: Vor í lofti

Katrín H. Ágústsdóttir: Vor í lofti

Katrín H. Ágústsdóttir: Vor í lofti

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru 52 verk í austurforsal - "Vor í lofti" eftir Katrínu H. Ágústsdóttur. Katrín er fædd 1939, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum, á Handavinnudeild Kennaraskóla Íslands, Myndlistaskólanum í Reykjavík og fór í námsferðir til Danmerkur og Finnlands.

Katrín hefur haldið fjölda einkasýninga, í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1970, 1973 og 1975, á Selfossi 1974 og 1984, á Kjarvalssstöðum 1981, Húsavík 1981, Sauðárkróki 1983, Gerðubergi 1983, Kjarvalsstöðum 1984 og á Þorlákshöfn 1984. Katrín hefur einnig verið þátttakandi í nokkrum samsýningum..