Kjarvalsstaðir
-
Karel Appel er af þeirri kynslóð listamanna sem kom fram um og eftir seinni heimstyrjöldina og aðhylltist hugmyndafræði súrrealismans. En lausnir súrrealismans nægðu þeim ekki, þeir vildu ganga lengra í endurnýjun sköpunar og sjálfs myndmálsins. Þeir voru allir uppteknir af frumleika í listum, en samtímis sneiddu þeir hjá sögulegum tilvísunum sem þeir álitu vera hlaðnar merkingu og þar með leggja stöðugar hömlur á listamanninn. Á þessari sýningu hafa verið valin 14 stór olíuverk, sum hver blönduð öðrum hlutum og fimm stór höggmyndaverk frá þessum áratug.
Málverkin eru hrein og óheft tjáning, sem stöku sinnum ýjar að afrískri list sem hefur alltaf heillað Appel vegna hugvitssamlegra og frumlegra eiginleika sinna..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG