Kjarvalsstaðir
-
Sýningin er sett upp í tilefni af tuttugu ára afmæli Jazzhátíðar í Reykjavík. Hátíðin stendur yfir í tuttugu daga og á þeim tíma er hluti af austursal Kjarvalsstaða algjörlega helgaður jazzinum með málverkum eftir fimm íslenska málara auk röð af jazz tónleikum og jazz spuna. Verkin á sýningunni eru virðingarvottur listamanna til tónlistargyðjunnar.
Þar getur meðal annars að líta myndir af jazz goðsögnum eftir Tryggva Ólafsson, Sigurð Örlygsson og Erró.Einnig er sýnt hálf-abstrakt málverk af jazz leikurum eftir Sigurbjörn Jónsson og expresíónísk stúdía af jazz píanista eftir Grétar Reynisson.
Fjölmargir myndlistarmenn hlýða á jazz tónlist við vinnu sína. Jazz hefur gengt þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjónrænan spuna síðastliðin hundrað ár og hefur m.a. haft áhrif á samhljóm, hryn, tón og rými í verkum listmálara. Áhrifa jazzins gætir í verkum módernistanna Matisse, Mondirans og Legers, súrrealistans Man Ray, popplistamannsins Larry Rivers og neo-expressíónistans Jean-Michel Basquiat svo einhverjir séu nefndir..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Listamenn
Sýningarskrá JPG