Íslensk hljóðlist

Íslensk hljóðlist

Íslensk hljóðlist

Kjarvalsstaðir

-

Frá upphafi vega hefur verið fyrir hendi áhugi á hvernig nota megi tækniframfarir í þágu listsköpunar og má segja að hugmyndafræði og efnisleg þekking hafi mjög oft endurspeglast í listaverkum samtímans. Sérstaklega er þetta áberandi í tónlist, sem hefur í gegn um aldirnar iðulega dregið sér vænan skammt af þekkingarsviði mannsandans.

Megintilgangur þessara tónleika er að kynna og jafnframt að gefa sögulegt yfirlit á íslenskri tæknitónlist. Í aðalatriðum má skipta hljóðlistinni sem flutt verður í þrjá flokka, sem oft blandast meira eða minna: Raftónlist (eða elektróníska tónlist), þar sem hljóðin eru framleidd með ýmsum raftækjum, svo sem hljóðgervlum (syntesizerum), filterum o.s.frv.

Þá eru nokkur tölvutónverk sem samin hafa verið á síðustu 13 árum, en eins og nafnið bendir til þá er tölvan notuð sem hljóðgjafi og aðferðafræðilegt tæki.

Að síðustu eru svo tónverk þar sem notast er við umhverfishljóð (musique concrete) sem unnin eru á segulböndum..