Innrás II: Hrafn­hildur Arnar­dóttir / Shoplifter

Innrás II: Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Innrás II: Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Ásmundarsafn

-

Verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter eru allt í senn rómantísk, kjánaleg, fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með andstæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkáraleika. Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir inn í sýninguna List fyrir fólkið í Ásmundarsafni, þar sem völdum verkum Ásmundar Sveinssonar er skipt út fyrir verk starfandi listamanna.

Fjórum listamönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín á sýningunni í einkasamtali við verk Ásmundar. Það eru Guðmundur Thoroddsen, Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter, Margrét Helga Sesseljudóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson. Öll vinna þau skúlptúra í ólík efni og veita verk þeirra áhugaverða sýn á þróun þrívíðrar myndlistar, efnisval og viðfangsefni..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Sigurður Trausti Traustason

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort