Veldu ár

2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
09.09.2010
10.10.2010

Indian Highway - Skjáverk í indverskri samtímalist

Meginþema og umhugsunarefni sýningarinnar, Indian Highway (Indverska hraðbrautin), er vegurinn og mikilvægi hans með tilliti til fólksflutninga og hreyfingar auk tengslanna sem hann skapar milli þéttbýlis – og dreifbýlissamfélaga. Heiti sýningarinnar vísar einnig til tækninnar og iðnaðarins í kringum „upplýsingaofurhraðbraut“ (t.d. Information superhighway) sem liggja til grundavallar bættum efnahags Indlands.

Það sem sameinar þessi verk er hversu virkir listamennirnir eru félagslega og pólítískt í að skoða flókin samtímamálefni Indlands, þar á meðal umhverfismál, þröngsýna sértrúarhópa, hnattvæðingu, kynferði, kynhneygð og stéttskiptingu.

Skjáverk í indverskri samtímalist er hluti af óhefðbundinni farandsýningu Indian Highway sem opnaði upphaflega í Serpentine Galleríinu í London árið 2008. Aðalsýningarstjórar þeirrar sýningar – Julia Peyton-Jones og Hans Ulrich Obrist, stjórnendur Serpentine Gallery, og Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Astrup Fearnley safnsins, hanna sýninguna á þann máta að hún muni taka breytingum á hverjum sýningarstað; þau kynna einnig til sögunnar róttækt sýningarstjórnunarlíkan – „sýningu innan sýningarinnar“ þar sem sýningarstjórum og listamönnum er boðið að móta nýja sýn á Indverska list og breyta þannig formi og túlkun sýningarinnar.

„Sýningin innan sýningarinnar“ kynnir nú verk valin af listamönnum frá Dehli ,annars vegar af listamannasamsteypunni Raqs Media Collective og hins vegar af listamanninum og sýningarstjóranum Shilpa Gupta.

Raqs Media Collective lýsa verkefninu á eftirfarandi hátt: „Við buðum kvikmyndagerðafólki er hefur síðastliðin tuttugu ár fært okkur heimildarmyndir sem veita nánd og sjá fyrir breytingar, sem eru grundvöllur okkar tíma, en mara oft rétt undir yfirborði þess sem er fyrir allra augum. Við buðum þeim að vitja aftur þessa verka og skapa „landslag“ með útsýnistað.  Þaðan sem hægt væri að velta fyrir sér núverandi ástandi umróts, kvíða, frumstæðs obeldis og gegndarlausra tækifæra.“

Umgjörð framlagana er hönnuð með Hirsch and Müller. Hún er hönnuð með það í huga að hægt sé að sökkva sér tímabundið í umhverfi sem túlkar það að vera í millibilsástandi.

Listamenn: 

Ayisha Abraham (f.1963) er listamaður frá Bangalore. Verkin eru tilraunakenndar kvikmyndir er skoða frásagnir af sjálfsmynd, minni og sögu, framsetning á flóknum eðlislægum eigindum er túlkuð með samsetningu mynd- og hljóðbrota.

Ravi Agarwal (f.1958) samtvinnar félagslegar heimildarmyndir og virka umhverfisvernd í kvikmyndur sínum og ljósmyndum. Hann beinir sjónum sínum sérstaklega að jaðarsamfélögum í hinni sívaxandi nýju Dehli. Hann myndar þróunina þar, fólk við vinnu og strit. Nýlega hefur listamaðurinn fléttað inn rýni á eigið samband við umhverfið.

Shilpa Gupta (f. 1976) notar stafræna tækni á við netverk og myndbandsverk blönduð eigindum frá höggmyndalist og ljósmyndun. Gupta býður oft upp á þátttöku áhorfenda í verkum sínum þar sem hún notar gagnvirka tækni til að rýna í þemu eins og neytendamenningu, þrá, mörk, yfirráðasvæði gegnt innri upplifun á „ mun“ , því að vera öðruvísi.

Subodh Gupta (f.1964) notar hluti sem hann finnur og eru þekkjanlegir úr Indversku hversdagslífi- eldhúsáhöld úr ryðfríu stáli, hjól, skellinöðrur og leigubíla- og veitir þeim hærri sess sem listaverk.  Hann notar fjölbreytilega miðla, byggir á eigin reynslu sinni að vera menningarlega á skjön vegna flutninga fra dreyfbýli til þéttbýlis og hann varpar ljósi á hversu mikil ógn steðjar að hefðbundnum lífsstíl vegna hraðrar nútímavæðingar.

Raqs Media Collective, stofnað 1992, samanstendur af Jeebesh Bagchi (f.1965), Monica Narula (f. 1969) and Shuddhabrata Sengupta (f. 1968). Verk þeirra staðsetja þá á krossgötum nútímalistar, sagnfræðilegra rannsókna, heimspekilegra vangavelta, rannsókna og kenningasmíði, þau eru gjarna innsetningar, margmiðlunarverk á vefnum eða utan hans, gjörningar og samskipti. Hópurinn hefur sýnt á fjölda alþjóðlegra sýninga.

Tejal Shah (f.1979) vinnur myndbandsverk, ljósmyndir og gjörninga. Verk hennar snúast einna helst um kynferði, kynhneigð, stétt og stjórnmál , eins og sést í myndbandsverkinu I Love My India, 2003,þar sem sjónum er beint að fáfræði og skilningsleysi sem kom fram í fjöldamorðum á minnihlutahóp múslima í Gujarat árið 2002.

Kiran Subbaiah (f.1971) hlaut menntun í höggmyndalist en vinnur nú með fjöldamarga miðla, þar á meðal samsetningar, myndbandsverk og netlist. Hann stundar það að umturna samhengingu milli forms og notkunar hluta. Með því varpar hann fram spurningum um tengsl milli notkunar og gildis og dregur fram mótsagnir sem fólgnar eru í hversdagsleikanum. Kaldhæðni, svartur húmor og frumstætt fegurðarskyn veita Subbaiah einfaldar andstæður- virkni/ vanvirkni, hreyfing/viðbragð og hreyfing/ viðbragð- sem hann notar til að laða fram hugmyndir sínar.

Ashok Sukumaran (f. 1974) og Shaina Anand (f. 1975), eru arkítekt og kvikmyndagerðarmanneskja og stofnendur CAMP, samstarfsvettvangs sem tengir saman sjálfstæðar listrænar rannsóknir og hugbúnaðarumsvif hjá „ infrastructural scales“ í Mumbai.

CAMP er síbreytileg skammstöfum sem endurbyggist við eigin umsvif. Með öðrum og á eigin vegum skoða listamennirnir öfl sem eru að verki milli einstaklinga, samfélaga og tækni. Þau skapa framsækin verk með rafmagni, eftirlitsmyndavélum, áskriftarrásum, kvikmyndum og netinu.

 

Boðskort: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25717042.pdf (835.3 KB)
PDF icon 25617753.pdf (360.99 KB)
Myndir frá opnun: 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.