Hafnarhús
-
ID LAB er sýning á verkum listamanna sem nota kraftmikil auðkenni tísku og hönnunar til að skoða tíðaranda samtímans. Listamennirnir eru allir þekktir fyrir vinnu sína sem myndlistarmenn en hafa einnig flestir unnið að verkefnum á sviði hönnunar og þannig haft áhrif á tísku og tíðaranda. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt allt frá skúlptúrum sem hver um sig býr yfir persónuleika og sögu til innsetninga þar sem fatnaður er saumaður á sýningargesti.
Viðfangsefni listamannanna eru fjölbreytt en verkin fjalla öll á einhvern hátt um sjálfsmyndir og tísku.
Sýningunni verður fylgt úr hlaði með frumlegum og skemmtilegum hönnunar og prentgrip sem unninn er af Gunnari Vilhjálmssyni hönnuði og prentaður hjá Prentmet. Fataiðnbraut Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans er þátttakandi í gerð verks Hugins Þórs Arasonar og taka nemendur brautarinnar ríkan þátt í því. Verk Katrínar Ólínu var framleitt og uppsett af 3M og Merkingu en Caoz sá um myndbandsgerð..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarstjóri/-ar
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort