Heil­brigði - hamingja - friður: sovésk plaköt

Heilbrigði - hamingja - friður:  sovésk plaköt

Heilbrigði - hamingja - friður: sovésk plaköt

Hafnarhús

-

Sýning sem byggð er á sovéskum plakötum úr eigu safnsins, sem lýsa tíðaranda kaldastríðsáranna með sérstökum hætti og frá sjónarhóli Sovétmanna. Listin er margvísleg, og kemur til okkar úr ólíklegustu áttum.

Sumarið 2000 vildi franski rithöfundurinn Thierry Salvador gefa Erró nokkurn fjölda sovéskra veggspjalda frá sjötta og sjöunda áratugnum, með þeim orðum að listamaðurinn gæti líklega unnið eitthvað úr þeim. Eftir að hafa séð þessi tæplega fimmtíu veggspjöld lagði Erró að vini sínum að gefa þau Listasafni Reykjavíkur; þarna væru dýrgripir sem vert væri að haldið yrði saman og fengju að njóta sín.

Nú kemur þessi litli fjársjóður fyrst fyrir almenningssjónir.

Veggspjöldin vísa í senn til sterkrar hefðar í grafískri hönnun sem var að finna í Sovétríkjunum og ýmissa umræðuefna sem bar hæst þar í landi á tímum kalda stríðsins; um leið eru þessar myndir áminning um hversu lítið hefur varðveist af samsvarandi list hér á landi frá þessum tíma.

Vonandi getur þessi sýning stuðlað að nýjum áhuga á þessum listmiðli, sem hafði gífurlega víðtæk áhrif meðal almennings alla 20. öldina. Veggspjöld eru lítt rannsakaður listmiðill hér á landi og ekki að efa, að ýmislegt áhugavert á eftir að koma í ljós þegar nánar er að gáð..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Ásrún Kristjánsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Sýningarskrá JPG