Veldu ár
Haukur Dór
Á sýningunni eru málverk frá árunum 1987-1989 eftir Hauk Dór. Sýningin stendur yfir frá 24. júní til 9. júlí. Haukur Dór er fæddur í Reykjavík 1940 og nam við Edinburgh College of Art og Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Síðar stundaði hann nám við Visual Art Center í Maryland, USA. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína á myndlist 1962 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna og leirlistamanna víða um lönd. Haukur Dór hefur unnið að leirlist og myndlist á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.