Haraldur Jónsson

Haraldur Jónsson

Haraldur Jónsson

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru nokkrar athugasemdir um byrjunarreit skynjunar eftir Harald Jónsson. Haraldur Jónsson er einn af markverðari myndlistarmönnum af yngri kynslóðinni. Hann hefur valið skúlptúr sem tjáningarmiðil sem byggir á hugmyndalegum forsendum og hefur skýrar vísanir út fyrir listhlutinn.

Haraldur Jónsson er fæddur 1961, nam Í MHÍ 1984-87, Kunstakademie í Düsseldorf í Þýskalandi 1987-90 og Meistarschüler árið 1990. Hann hefur haldið 12 einkasýningar á árunum 1987-1996 og verið með í 18 samsýningum á árunum 1989-1995..