Gunter Damisch: Veraldir og vegir

Gunter Damisch: Veraldir og vegir

Gunter Damisch: Veraldir og vegir

Hafnarhús

-

Yfirlitssýning á verkum austurríska listamannsins Gunter Damisch (f. 1958) frá níunda áratugnum til dagsins í dag. Á sýningunni er skúlptúr og grafísk verk sem listamaðurinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur ásamt úrvali annarra verka eftir hann.

Verk Damisch eru fjölbreytt, myndheimurinn er lifandi og verkin flökta milli myndrænnar túlkunar og hins óhlutlæga.

Verkin spanna allan feril listamannsins, stórar prentaðar tréristur, einþrykksmyndir og samklippiprent. Öll verkin falla undir hugtakið „þrykk“ en aðferðir Damisch eru fjölbreyttar, allt frá hefðbundinni grafík til prentaðra trérista. Gunter Damisch varð þekktur á níunda áratugnum sem einn af hinum ,,Hinum nýju villtu“, Neue Wilde, sem var óformlegur hópur ungra listamanna sem brást við meintri hnignun málverksins á alþjóðavísu með því að mála kraftmiklar og litríkar myndir. Frá árinu 1992 hefur listamaðurinn verið prófessor við Listaháskólann í Vínarborg.

Damisch kemur til landsins í tengslum við sýninguna..

Myndir af sýningu

Ítarefni