Glitský

Útskriftarsýning LHÍ

Glitský

Hafnarhús

-

Á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands 2024 sýna yfir 70 nemendur úr myndlistardeild, hönnun og arkitektúr verk sín.

Útskriftanemendurnir kljást meðal annars við endurskilgreiningu kynslóðahússins, skoða djöflavæðingu á náttúrulegum fyrirbærum, rannsaka hvort hægt sé að búa til hátískufatnað úr íslenskri ull án þess að koma nokkurntíman nálægt saumavél, gera tilraunir með nýja tækni til sjónrænnar miðlunar og leita að fegurðinni í ógurleika samtímans. Verkefnin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun þeirra á síðustu árum. Útskriftarnemendurnir takast á við áskorarnir okkar daga – ljós og myrkur, kulda og hlýju – og útkoman boðar tíðindi.

Í vetrarstillum sjást gjarnan glitský við sólarlag eða sólaruppkomu sem ljósrákir og stórbrotin litadýrð á himni. Glitský samanstanda af fjölda örsmárra ískristalla sem baðaðir eru sólarljósi þótt á jörðu niðri sé rökkvað eða aldimmt. Ískristallarnir beygja sólarljósið mismikið og útkoman minnir á svífandi olíubrák, sindrandi perlu, glansandi skel eða glitrandi sykur; skýið er hvítt en einnig gult, rautt, grænt og blátt. Litríkir flekkir ferðast um heiðhvolfið en staðnæmast á fleti við yfirborð jarðar þegar gripið er í myndavél sem veitir undrinu inn í heim samfélagsmiðla og tölvutækni. Ljómi þeirra heillar en er einnig túlkaður sem fyrirboði mikilla tíðinda, svo sem vetrarharðinda eða hlýnunar.

Viðburðir

Sýningaropnun

Sjá meira

Leiðsögn sýningarstjóra

Sjá meira
texti á múrsteinavegg og maður með uppistand undir skilti.

Gjörningur – Haha í Hafnarhúsi

Sjá meira
rautt vatnsyfirborð með texta.

Gjörningur – Endalaus byrjun; dropateljari

Sjá meira

Myndir frá opnun

Útskrift LHÍ, 2024

Sýningarstjórar

Melanie Ubaldo (myndlist), Rúna Thors (vöruhönnun), Ragna Sigríður Bjarnadóttir (fatahönnun), Adam Flint (grafísk hönnun), Birta Fróðadóttir, Bjarki Gunnar Halldórsson og Anna Kristín Karlsdóttir (arkitektúr).