Hafnarhús
-
Gardar Eide Einarsson (1976) er einn nafntogaðasti listamaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið hin síðari ár á Norðurlöndum. Hann er af íslensku bergi brotinn en verk hans hafa vakið heimsathygli og skipar hann sér í raðir með eftirtektarverðustu listamönnum samtímans.
Gardar Eide Einarsson er fæddur í Noregi en býr og starfar jöfnum höndum í Osló, Tokyo og New York. Í verkum hans gætir sterkra áhrifa frá götulist og pönktónlist þar sem framúrstefnu- og jaðarmenning kallast á kaldhamraðan hátt á við gangverk nútímasamfélagsins.
Í svart/hvítum verkum Gardars Eide eru vald og uppreisn ráðandi þættir. Þau eru sett fram á ólíkan hátt sem hentar viðfangsefninu hverju sinni, m.a. í skúlptúrum, ljósmyndum, skjáverkum, flöggum og dreifimiðum.
Sýning Gardars Eide fyllir þrjá sali Hafnarhússins, en það er norski sendiherrann á Íslandi, Hr. Dag Wernö Holter, sem opnaði sýninguna fimmtudaginn 21. október s.l.
að listamanninum viðstöddum. Sýningunni fylgir vegleg sýningarskrá með textum eftir rithöfundinn Sjón og sýningarstjórann Gunnar B. Kvaran. POWER HAS A FRAGRANCE Með sýningunni, Power has a Fragrance (Valdið hefur ilm) kannar Gardar Eide grunngerð félagslegra átaka í nútímasamfélagi. Hann víkkar flókið tilvísanakerfi sitt út fyrir vestræna menningu og sögulega samtíð og dregur það dám af alþjóðlegum ferli hans.
Ein af birtingarmyndum verka Gardars Eide er hversdagslegt mótíf, sem sýnir hvernig fjölmiðlar og sér í lagi auglýsingaiðnaðurinn stjórna skoðunum okkar og athöfnum. Með því að setja vörumerki fyrirtækja, húðflúr og veggjakrot í nýtt samhengi innan stofnanaumhverfis listsýningarinnar, fer hann með magnað, margslungið pólískt háð. Með svipuðu móti hefur listamaðurinn valið einföld vígorð úr dægurmenningunni og málað þau á veggi safnsins, prentað þau á fána, sett þau í ljósakassa og stensillerað þau á málmfleti.
Með þessari einföldu aðgerð býr Garðar til flókið lag merkinga þar sem undiraldan er öflug gagnrýni á skrumskælingu, níðslu og ofbeldi. Sýningin var áður á dagskrá í Astrup Fearnley safninu í Osló og mun ferðast á fleiri sýningarstaði..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Gunnar B. Kvaran, Sara Arrhenius, Bonnier Konsthall, Astrup Fearnley, Hafþór Yngvason
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG