Hafnarhús
-
Gabríela Friðriksdóttir var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2005 og sýndi þar verkið Versations / Tetralógía sem nú er sett upp í Hafnarhúsinu. Um er að ræða innsetningu sem stendur saman af fjórum myndböndum, sem hún gerði í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sigurð Guðjónsson. Gabríela fékk einnig til liðs við sig Björk, Daníel Ágúst, Borgar Þór Magnason og Jónas Sen til að semja tónverk út frá píanóstefi sem hún spann. Myndbands- og tónverkin eru síðan klippt saman og mynda Tetralógíu, sem í heild sinni myndar kvartett, þó að hvert myndband standi eitt og sér..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Laufey Helgadóttir
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG