Frið­arsúlan

Friðarsúlan í Viðey

Friðarsúlan

-

Friðarsúlan í Viðey er listaverk eftir Yoko Ono sem hún tileinkaði eiginmanni sínum heitnum, tónlistarmanninum John Lennon. Friðarsúlan er tendruð á fæðingardegi hans, 9. október ár hvert og slökkt á henni á dánardegi hans 8.

desember, en hann féll frá árið 1980. 

Nú bregður Friðarsúlan geislum sínum upp í næturhimininn til að minnast giftingar og hveitibrauðsdaga þeirra Johns og Yoko. 

Ljós Friðarsúlunnar sést vel á höfuðborgarsvæðinu en einnig má sjá hana í beinni útsendingu hér. Í ljósi sérstakra aðstæðna í heiminum hefur Friðarsúlan logað linnulaust frá því í desember á síðasta ári..

Ítarefni

Listamenn