Hafnarhús
-
Finnur Arnar hefur um árabil gert hið hversdagslega að grundvelli listsköpunar sem hann hefur birt í formi ljósmynda, innsetninga og í myndbandverkum. Í nokkrum þeirra hefur hann fjallað um einmanalega og jafnvel örvæntingarfulla tilvist karlmannsins í samtímanum. Í þeim hefur hann sett sjálfan sig í hversdagslegar aðstæður, sem við fyrstu sýn kunna að virðast lítt áhugaverðar, en reynast við nánari skoðun þrungnar spennu og drunga, sem karlmaðurinn ræður illa við.
Það er aðall góðrar myndlistar að vekja spurningar, að hreyfa við áhorfandanum og láta honum síðan eftir að meta niðurstöðurnar.
Allt þetta gerir sú list, sem Finnur Arnar skapar af næmleik með einföldum aðferðum. Með þessari sýningu stígur listamaðurinn enn eitt skrefið á sinni vegferð við könnun mannlegs eðlis, og niðurstaðan felst í okkar eigin hughrifum..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Ólafur Gíslason
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG