Ferðafuða – smáverka­sýning

Ferðafuða – smáverkasýning

Ferðafuða – smáverkasýning

Kjarvalsstaðir

-

Ferðalag listsýningar frá hugmynd að veruleika er gjarnan langt og fjölskrúðugt, en veitir væntanlega öllum þeim sem taka þátt í því lífsgleði og ánægju. Sköpunargleðin er þeirra sem búa til listaverkin og senda þau af stað, en okkar hinna ánægja þess að njóta afrakstursins. Hugmyndin að sýningunni Ferðafuða varð til í samræðum hóps listakvenna á reglulegum hringborðsfundum.

Sýningin skyldi ferðast hringinn í kringum landið, stækka og eflast á hverjum viðkomustað, allt til síðustu sýningar.

Umfang verka á sýningunni var skilgreint með þetta fyrirhugaða ferðalag í huga: hámarksstærð skyldi vera mjög takmörkuð, þannig að örugglega yrði rými fyrir tugi og jafnvel hundruð verka á hverjum sýningarstað. Og titillinn var ekki valinn af handahófi, heldur fundið heiti sem gat verið allt í senn; tilvísun til ferðarinnar og hringsins, listrænt og forvitnilegt.

Eftir tveggja ára ferðalag er sýningin loks komin á síðasta áfangastað í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni. Ég vil bjóða listafólkið hjartanlega velkomið, óska öllum þátttakendum til hamingju með ferðina, og bjóða gestum safnsins að njóta þessarar sérstöku sýningar af sömu gleði og listafólkið hefur lagt í það listræna ferðalag, sem nú fer senn að ljúka..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Harpa Björnsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Sýningarskrá JPG