Kjarvalsstaðir
-
Opin og fræðandi listsmiðja fyrir fjölskylduna sem sett er upp í tengslum við Sýningu sýninganna: Ísland í Feneyjum í 50 ár og stendur yfir á þessum tíma. La Biennale di Venezia eða Feneyjatvíæringurinn er stundum nefndur Sýning sýninganna, enda elstur allra tvíæringa og einn af heimsins merkustu myndlistarviðburðum. Fyrsta sýningin var skipulögð árið 1895 og hefur tvíæringurinn verið haldinn reglulega síðan.
Frá því að Ísland hóf þátttöku í Feneyjatvíæringinum árið 1960 hafa 22 íslenskir listamenn sýnt verk sín á þessum virta listaviðburði. Margir helstu listamenn þjóðarinnar hafa tekið þátt, allt frá Ásmundi Sveinssyni, Kjarval og Þorvaldi Skúlasyni til Rúrí, Gabríelu og Ragnars Kjartanssonar. Á Sýningu sýninganna á Kjarvalsstöðum gefst í fyrsta skipti tækifæri til að sjá verk íslensku Feneyjafaranna samankomin á einum stað og þá þróun og breytingar sem hafa orðið í þátttökusögu Íslendinga á þessum 50 árum..