Erró: Verk úr safneign

Erró: Verk úr safneign

Hafnarhús

-

Í sumar verða sýnd þrjú stór verk Errós úr safneign Listasafns Reykjavíkur þar sem myndefnið er að miklu leyti sótt í teiknimyndir samtímans.

Frá því að Erró kynnti klippimyndir málaðar eftir heimildum fyrir evrópsku popphreyfingunni árið 1959, hefur hann sett fram á áhrifamikinn hátt, verk byggð á teiknimyndum og listasögu.

Í verkunum þremur sem nú eru til sýnis í Fjölnotarými Hafnarhúss koma fyrir ýmsar þekktar persónur úr heimi teiknimynda. Í salnum verður komið upp aðstöðu fyrir gesti til þess að glugga í teiknimyndabækur, horfa á mynd um vinnuaðferðir Errós og eins verður hægt að virkja sköpunarkraftinn í anda Errós í klippismiðju sem staðsett verður í rýminu.

Ítarefni

Listamenn