Erró: Tilrauna­stofa

Erró og vélræna ginan sem hann gerdi fyrir kvikmyndina Mécamorphoses 1962-63

Erró: Tilraunastofa

Hafnarhús

-

Árið 1963 vann Erró (f. 1932) leikmynd og leikmuni fyrir hina tilraunakenndu kvikmynd Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting eftir franska leikstjórann og höfundinn Éric Duvivier. Verkefnið lá nokkuð nærri viðfangsefnum hans í myndlistinni hann var þegar á kafi í samklippuverka, bæði tví- og þrívíðum samsetningum fundinna og tilbúinna mynda og hluta.

Innblásturinn kom með áhuga hans á tækni og vísindum, hrifningu hans á heimi vélfræðinnar, og aukinni þátttöku í blómstrandi senu gjörninga og tilraunakvikmynda. Hið ímyndaða og hið fáránlega, vísindaskáldskapur og möguleiki mannslíkamans til að renna saman við tæknina; allt leggur þetta línurnar að túlkun þessarar myndar og framlagi Errós til hennar. 

Við fylgjumst með tveimur manneskjum sem virðast óafvitandi umbreytast í vélrænar verur í litlausum heimi. Hversdagslegir og stækkaðir hlutir á röngum stöðum setja hlutföll og áherslur í uppnám og teyma okkur inn í annan heim, land óvissunnar. Í könnun þessa nýja heims verður parið hluti af samsettu hlutunum og framleiðslulínunni á færibandinu. Það er óljóst hvort þetta er einfaldlega ímyndun eða forspá um þann veruleika sem yfir okkur vofir.

Með öðrum orðum, hvaða horuðu, mynstruðu og aflöguðu manneskjur eru þetta og hverjar eru hinar grímuklæddu, vélrænu, samsettu og framúrstefnulegu verur – og hvert stefna þær?.

Ítarefni

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Becky Forsythe, Ari Alexander Ergis Magnússon, meistaranemi í sýningagerð við LHÍ

Listamenn