Hafnarhús
-
Sýningin er hugsuð sem framhald af sýningunni Erró–Klippimyndir sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Samtíningsverk, sem eru einskonar þrívíddarsamklipp, birtast fyrst í list Errós í myndaröðinni Mécamasks (Vélgrímur), frá 1959 og í leikmyndinni fyrir Concerto mécanique pour la folie ou La Folle Mécamorphose (Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting), frá 1962-63 eftir Éric Duvivier.
Þessi verk eru sett saman úr tilbúnum gripum og úrgangi iðnaðar- og borgarsamfélagsins. Þau deila sama grunnþema og listrænum ásetningi samklippu myndaraðanna Méca-make-up (Vélförðun) og Mécacollages (Vélklippimyndir) frá 1959-1963 og sýna vilja listamannsins til að endurnýja tengslin við hversdagsleikann.
Eftir 1963 skapar Erró fá samtíningsverk, en helst er að minnast þriggja risavaxinna verka sem Erró vann með þátttöku fjölmargra skólabarna á franskri eyju á Indlandshafi, La Réunion, á árunum 1998 – 2004. Verkin eru öll í eigu Listasafns Reykjavíkur..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarstjóri/-ar
Danielle Kvaran
Listamenn