Erró - Samtín­ings­verk / Þrívídd­ar­sam­klipp

Erró - Samtíningsverk / Þrívíddarsamklipp

Erró - Samtíningsverk / Þrívíddarsamklipp

Hafnarhús

-

Sýningin er hugsuð sem framhald af sýningunni Erró–Klippimyndir sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Samtíningsverk, sem eru einskonar þrívíddarsamklipp, birtast fyrst í list Errós í myndaröðinni Mécamasks (Vélgrímur), frá 1959 og í leikmyndinni fyrir Concerto mécanique pour la folie ou La Folle Mécamorphose (Vélkonsert fyrir klikkunina eða hin klikkaða vélmyndbreyting), frá 1962-63 eftir Éric Duvivier.

Þessi verk eru sett saman úr tilbúnum gripum og úrgangi iðnaðar- og borgarsamfélagsins. Þau deila sama grunnþema og listrænum ásetningi samklippu myndaraðanna Méca-make-up (Vélförðun) og Mécacollages (Vélklippimyndir) frá 1959-1963 og sýna vilja lista­mannsins til að endurnýja tengslin við hversdagsleikann.

Eftir 1963 skapar Erró fá samtíningsverk, en helst er að minnast þriggja risavaxinna verka sem Erró vann með þátttöku fjölmargra skólabarna á franskri eyju á Indlandshafi, La Réunion, á árunum 1998 – 2004. Verkin eru öll í eigu Listasafns Reykjavíkur..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Listamenn