Erró: Opnun Errósafns

Erró: Opnun Errósafns

Erró: Opnun Errósafns

Hafnarhús

-

Opnun Errósafns. Errósafnið verður kynnt í hinum nýjum heimkynnum sínum með stórri yfirlitssýningu, sem verður opnuð 23. júní 2001, og mun taka yfir alla sýningarsali í Hafnarhúsinu.

Sýningin verður skipulögð með þeim hætti, að gestir geti fengið nokkra yfirsýn yfir allan feril listamannsins, allt frá sjötta áratugnum til síðustu ára.

Einnig verður kastljósinu beint að þeirri staðreynd að Erró hefur ekki síður unnið í öðrum listmiðlum en málverkinu; hann var einn fyrsti íslenski listamaðurinn til að skipuleggja og framkvæma gjörninga í upphafi sjöunda áratugsins, og vann á svipuðum tíma ýmsar kvikmyndir, sem voru fyrirrennari videovæðingar myndlistarmanna; hann hefur einnig unnið mikið með teikningar, klippimyndir, grafík og þrívíð verk í gegnum tíðina.

Myndverkið “Stríð", sem hann vann aðeins 14 ára gamall, verður í sérstöku heiðurssæti á sýningunni, og markar um leið upphaf ferils listamannsins og endi þeirrar vegferðar aftur í tímann, sem sýningin býður gestum upp á..