Erró og tekrukk­urnar sjö

Erró og tekrukkurnar sjö

Erró og tekrukkurnar sjö

Hafnarhús

-

Í tengslum við HönnunarMars 2012, leitaði Listasafn Reykjavíkur til Errós eftir hugmynd að þátttöku í verkefninu. Af miklu örlæti, sem listamaðurinn er kunnur fyrir, lagði hann til verkefnisins sjö tilkomumikla kínverska postulíns tepotta og tilkynnti samtímis að pottarnir væru gjöf til Listasafnsins. Pottar sem þessir eru þekktir í kínverskri menningu og notaðir til að geyma mikið magn af telaufum, enda eru þeir mjög umfangsmiklir og rúma nokkur kíló af laufum.

Erró myndskreytti pottana árið 2009 að frumkvæði franska útgefandans Stéphane Klein og eru þeir sýndir ásamt þeim málverkum Errós sem hann notaði að hluta til sem fyrimyndir að myndskreytingunum..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Listamenn