Erró og lista­sagan

Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.

Erró og listasagan

Hafnarhús

-

Í Hafnarhúsinu eru ávallt uppi verk sem veita innsýn í list Errós. Viðfangsefni sýningarinnar er sjálf listasagan, en í gegnum tíðina hefur Erró haft bæði persónuleg og skapandi tengsl við hana. Erró er þekktur fyrir að skapa sína eigin myndrænu veröld með klippimyndum sínum.

Á þessari sýningu má sjá verk þar sem hann fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar líkt og Picasso og Léger. Enn fremur hefur hann tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Með þessum hætti má segja að Erró skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum.

Dagskrá 
Laugardag 6. september kl. 14
Afhjúpun veggmyndar eftir Erró á Álftahólum 4-6 í Breiðholti.

Laugardag 8. nóvember og sunnudag 9. nóvember kl. 15
Leiðsagnir á ensku um sýninguna..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Listamenn

Boðskort

Boðskort á haustsýningar í Hafnarhúsinu 2014