Erró og lista­sagan

Erró og listasagan

Erró og listasagan

Hafnarhús

-

Á sýningunni er sjónum beint að nokkrum þeirra verka í eigu safnsins þar sem listamaðurinn hefur sótt efniviðinn í myndirnar í verk annarra listamanna – verk frá ýmsum tímabilum listasögunnar. Erró sagði sjálfur eitt sinn: “Myndirnar, allar þessar myndir sem maður getur unnið úr það er auðlegð nútímans. Að hugsa sér hve heppin við erum að eiga svo ótæmandi forða!”

Það er á árunum upp úr 1960 sem list Errós fer að snúast æ meir um listina sjálfa og hann fer að taka myndir eða eftirprentanir af verkum annarra listamanna og klippa þær saman við allskonar myndir frá ýmsum tímum.

Til dæmis vann hann þannig með myndir sem honum hafði m.a. áskotnast þegar hann skoðaði geimferðastofnun Bandaríkjanna á Kennedy-höfða, þjóðfélagslegar áróðursmyndir frá Kína, auglýsingamyndir, bandarískar og sovéskar teiknimyndir og svo með myndir annarra listamanna. Þessar klippimyndir stækkaði listamaðurinn síðan og málaði.

Á sýningunni í Hafnarhúsinu nú má m.a. sjá verk úr myndaflokknum Páfalist (Pope-Art) frá árinu 1965 þar sem Erró skeytir saman portrettmynd af Jóhannesi XXIII páfa og þekktum myndlistarmönnum og leitast þannig við að búa til “portrett” af mynd-listarstefnum og um leið nýja listastefnu, Páfalist. Franskur gagnrýnandi sagði eitt sinn, að í sumum mynda Errós mætti finna a.m.k.

50 litlar frásagnir.

Við skoðun á þessari sýningu gefst áhorfandanum færi á að kanna þennan ótæmandi frásagnarbrunn, búa til nýjar sögur og fræðast um leið um vinnuaðferðir og hugmyndaheim listamannsins. Á sýningunni eru auk málverka og grafíkmynda, klippimyndir þar sem efniviðurinn er sóttur í myndir af listaverkum annarra og einnig má þar finnar upplýsingar um nokkur þau listaverk sem Erró hefur sótt efnivið sinn í..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Listamenn