Erró: Mann­lýs­ingar

Erró: Mannlýsingar

Erró: Mannlýsingar

Hafnarhús

-

Árið 2009 verður helgað glæsilegri listaverkagjöf sem Erró færði Reykjavíkurborg árið 1989, eða fyrir tuttugu árum síðan. Á árinu verða haldnar nýjar sýningar og boðið upp á fjölbreytta viðburði í Hafnarhúsinu. Á sýningunni "Erró – Mannlýsingar" er lögð áhersla á svokallaða frásagnar portretta eða mannlýsingar sem Erró hefur þróað í gegnum tíðina.

Verkin eru af ýmsum þekktum einstaklingum heims á sviði stjórnmála, vísinda, bókmennta og lista og endurspegla ímyndir og hugmyndir þeirra.

Sýningartími verkanna er misjafn. Sum verkin verða lengi til sýnis á meðan sýningartími annarra er breytilegur. Andlitsmyndir af ófreskjum, 28. maí – 30. ágúst.

Japönsk ástarbréf, 3. sept. – 31. des. og síðar Dúkkur, Geimfarar og Konur frá N-Afríku. Vönduð bók verður gefin út í tengslum við sýninguna..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Listamenn

Boðskort