Veldu ár
Erró - Grafíkverk 1949-2009
Á sýningunni er að finna heildstætt yfirlit yfir grafíkverk Errós, allt frá námsárunum í Reykjavík og Osló fram til vorra daga. Verkunum er raðað upp eftir því hvaða graf´ktækni er beitt við gerð þeirra. Má þar nefna stimpilþrykk, dúkristur, tréristur, ætingar, litógrafíu og silkiþrykk, en á síðustu árum hefur Erró enn fremur snúið sér að stafrænni prentun.
Grafíkverk Errós hafa þróast samhliða málverkum hans. Á árunum 1963-1964 urðu mikilvæg þáttaskil í list hans þegar hann hætti að teikna myndir af kynjaverum og kaus þess í stað að nýta sér fjöldaframleiddar myndir úr neyslusamfélagsins við gerð klippimynda, sem urðu síðan fyrirmyndir að málverkum og/eða grafíkverkum.
Grafíkverk Errós eru óaðskiljanlegur hluti af höfundarverki hans. Í huga listamannsins er grafíklistin einstök aðferð til þess að auðvelda aðgang fólks að myndverkum sínum.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.