Erró - Gleymd framtíð

Erró - Gleymd framtíð

Erró - Gleymd framtíð

Hafnarhús

-

Sýning á um eitt hundrað vatnslitamyndum eftir Erró sem hann málaði á árunum 1981 - 2005. Myndirnar eru, líkt og málverk Errós, byggðar á klippimyndum sem listamaðurinn vinnur upp úr hinum ýmsu prentmiðlum samtímans, aðallega myndasögum. Uppistaða sýningarinnar kemur frá sýningu í Galerie Lous Carré & Cie í París sem opnuð var í mars 2006 undir yfirskriftinni The Forgotten Future (Aquarelles 1981-2004) en einnig eru nokkur verkanna í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Í sýningarskrá sem gefin var út af galleríinu skrifaði Catherine Francblin, listgagnrýnandi stutta grein eða formála um list Errós sem heitir: And That Is How One Paints! Þar segir m.a.

í þýðingu Sigurðar Pálssonar:"Oft hefur Erró verið kallaður málari sögunnar vegna stöðugra vísana í heimsatburði í verkum hans.

Hann er tvímælalaust mesti nýjungamaður sinnar tíðar í þessum efnum vegna þess að honum skildist mjög snemma að saga tuttugustu aldarinnar myndi ljúka með brotnum myndum og honum tókst í verkum sínum að koma þeirri brotnu heimsmynd til skila þar sem engin heild er lengur til og hinar stóru frásagnir hafa allar runnið sitt skeið. Þessi endalok upplifum við hvert eitt vitrænt og tilfinningalega sem afleiðingar "kringumstæðna ofurnútímans"sem Marc Augé gerir grein fyrir..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG