Erró: Geim­farar

Erró: Geimfarar

Erró: Geimfarar

Hafnarhús

-

Upptekinn af útrás mannsins út í himingeiminn beindist athygli Errós á áttunda áratugnum sérstaklega að geimferðum og geimförum. Eftir að hafa gert nokkrar tilraunir með geimfara sem myndefni fékk hann tækifæri til að heimsækja eina af bækistöðvum NASA í Houston í Bandaríkjunum.

Fullur ákafa og aðdáunar drakk hann í sig allar þær upplýsingar og myndefni sem hann komst yfir auk þess sem hann fylgdist með æfingum geimfara og fékk leyfi til að íklæðast geimfarabúningi. Á árunum 1974 til 1981 skapaði Erró fjölda samklippimynda, sem síðar áttu eftir að verða að málverkum, þar sem hann tefldi saman annars vegar myndum af geimförum, geimfaratækjum og fjarlægum plánetum og hins vegar tilvísunum í þekkt verk úr listasögunni eftir listamenn á borð við Rogier Van der Weyden, Ingres og Boucher og vísindaskáldsagnateiknimyndasögur úr samtímanum.

Geimsería Errós er hvorki ein eða einföld saga heldur samstæða fjölda ólíkra margræðra þátta og hlutatákna sem í heild sinni skapar lagskipt og fljótandi merkingarsvið.

Geimfarar og geimskutlur, orðaleikir, andstæður, hliðstæður, goðsagnir og trúarbrögð, vísindi og listir og afstæðni í tíma og rúmi framkalla hjá áhorfendum hugrenningar um framtíðarsýn og ferðalög í tíma og rúmi, karlmennsku, kvenleika og ástleitni, mögulega sigra, hvatir og langanir sem eru í senn skáldskapur og raunveruleiki..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Listamenn