Hafnarhús
-
Sýning úr Erró safneign Listasafns Reykjavíkur þar sem áherslan er lögð á málverk, prentverk og klippimyndir sem standa saman af myndrænum þáttum úr austrænni og vestrænni menningu. Meistari myndflatarins, Erró beitir á sannfærandi hátt fjölmenningarlegum myndbrotum og raðar þeim saman á óvæntan hátt. Myndbrotum sínum endurhagræðir Erró í því skyni að ögra, gleðja, stríða og skerpa á skilningarvitum okkar..