Veldu ár

2023 (15)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
03.09.2009
18.10.2009

Endurkynni Rammanna

Það eru 129.600 myndrammar í níutíu mínútna langri kvikmynd og hver þeirra sést aðeins í brot af sekúndu. Þannig er upplifun okkar af kvikmyndinni ólík því að skoða málverk þar sem við ráðum því sjálf hve langan tíma við tökum okkur til að skoða myndina og velta henni fyrir okkur.

Á sýningunni Endurkynni rammanna í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi hefur Friðrik Þór Friðriksson valið myndir eða ramma úr kvikmyndum sínum og Lars von Triers sem síðan hafa verið málaðir upp með olíulitum á gríðarstóra strigafleti. Sýningunni er þannig ætlað að raska vana okkar og fá okkur til að hugsa öðruvísi um þær myndir sem birtast okkur í kvikmyndunum, að staldra við og skoða efnið í öðru samhengi og með öðrum augum. Hvað er kvikmynd? Hvað er málverk? Hvað er veruleiki? Listformin kallast á og eru að ýmsu leyti sama eðlis. Í báðum stýrist merking og áhrifamáttur myndarinnar af byggingu, litum og formum, og af innri spennu og lífi myndflatarins.

Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier leggja báðir mikla áherslu á hið myndræna – hið maleríska – í verkum sínum þótt vissulega séu þeir líka góðir sögumenn. Lars von Trier hefur komið að flestum myndum Friðriks Þórs sem meðframleiðandi og Friðrik Þór kom að framleiðslu myndanna Breaking the waves og Dancer in the Dark – þeir hafa alls framleitt um tuttugu myndir saman. Kunnust er líklega samvinna þeirra þegar Friðrik Þór lék eitt aðalhlutverkið í kvikmynd Lars, Direktøren for det hele, árið 2006. Með þessari sýningu færa þeir samstarf sitt yfir á nýjan vettvang til að miðla áhorfendum sýn sína á nýjan hátt og undirstrika listrænan metnað sinn gagnvart kvikmyndagerðinni.

Á sýningunni verður einnig myndbandsverk sem Ari Alexander Ergis Magnússon hefur gert og notað til þess leikara sem komið hafa fram í kvikmyndum Lars von Triers og Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Arnaldur Halldórsson
Sýningarstjóri/-ar: 
Ari Alexander Ergis Magnússon
Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25430464.pdf (4.94 MB)
PDF icon 25432432.pdf (723.82 KB)
PDF icon 12945494.pdf (246.69 KB)
PDF icon 25347839.pdf (380.32 KB)
Myndir frá opnun: 
Viðburðir tengdir sýningu: 
Fjölmargir viðburðir eru tengdir sýningunni, m.a. listamannaspjall Friðriks Þórs og Ara Alexanders auk viðburða sem tengjast Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem báðar fara fram seinni hluta september. Sunnudagur 6. september kl. 15 Hafnarhús – ENDURKYNNI RAMMANNA Ari Alexander Ergis Magnússon og Friðrik Þór Friðriksson fjalla um sýninguna. Föstudagur 25 . september kl. 12 Hafnarhús – ENDURKYNNI RAMMANNA Ari Alexander Ergis Magnússon og Friðrik Þór Friðriksson fjalla um sýninguna.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.