Emile Zola

Emile Zola

Emile Zola

Kjarvalsstaðir

-

Ljósmyndasafnið og menningardeild franska sendiráðsins standa fyrir þessari sýningu á 135 ljósmyndum Emile Zola. Myndirnar tók Zola 1895-1902 og þær hafa aldrei verið stækkaðar áður. Emil Zola er uppi um aldamótin 1900.

Það tímabil er mikilvægt augnablik fyrir þróun ljósmyndarinnar. Hún breytist úr myndum áhugamanna, "minningum frá heiminum", í myndir atvinnumanna, "sigur yfir heiminum", og þegar er ljóst að brátt verður hægt að nota ljósmyndina í dagblöðum, tímaritum og bókum.

Fljótlega verður óhjákvæmilegt að sýna lífið eins og það er, gleði þess og sorgir, til þess að hver og einn geti séð hvernig hlutirnir eru í raun og veru. Nú fyrst eru menn búnir að uppgötva hinar óviðjafnanlegu fréttamyndir hans frá Heimssýningunni árið 1900..