Einar Hákon­arson

Einar Hákonarson

Einar Hákonarson

Kjarvalsstaðir

-

Sýning á emaleruðum myndverkum Einars Hákonarsonar. Þó að hér séu sýnd í fyrsta sinn á Íslandi emaléruð myndverk, er tæknin ævagömul. Til eru verk frá því um 3000 f.kr.

á sumerískum menningarsvæðum og í Egyptalandi. Aðferðin gengur út á það að unnið er á málmplötur sem grunnaðar eru með fínmöluðu gleri, blönduðu með vatni. Platan er síðan hituð í sérstökum ofni í 860 gráður. Mismunandi efnasambönd mynda litina og er aðallega um að ræða ýmis oxíðefni..