Egill Sæbjörns­son: Sófinn

Egill Sæbjörnsson: Sófinn

Egill Sæbjörnsson: Sófinn

Hafnarhús

-

NonTVTVstation er rekin af Splintermind i Stokkhólmi í samstarfi við nokkur söfn, flest á Norðurlöndum. Verkefnið fór af stað árið 1999 og síðan þá hefur nonTVTVstation sýnt rauntímalist allan sólarhringinn. Allt það sem sýnt er á nonTVTVstation verður til á sama augnabliki og áhorfandinn sér það.

Á meðan listamaðurinn heldur sig innan þessa ramma má hann nota hvaða tækni sem hann eða hún vill.

nonTVTVstation er dreift í rauntíma um Internetið til fjögurra héraðssafna í Svíþjóð, til Kiasma í Helsinki og til Listasafns Reykjavíkur. Þess utan er nonTVTVstation í samstarfi við SAT í Montreal, Eyebeam í New York, Museet For Samtidskunst í Hróarskeldu, Furtherfield í London ásamt Ethics TV í Feneyjum.

Þökk sé einstakri dreifingartækni eru sendingarnar sýndar í söfnunum á stórum skjám og í gæðum sem jafnast næstum á við sjónvarp. Þegar nonTVTVstation hefur samstarf við Listasafn Reykjavíkur þá viljum við að sjálfsögðu kynna íslenskan myndlistarmann, Egil Sæbjörnsson, og senda verk hans út frá Reykjavík. Í safninu hefur Egill sett upp bláskjá og fyrir framan hann er sófi sem áhorfendum er boðið að setjast í. Blái bakgrunnurinn mun í sendingunni breytast í myndverk Egils.

Hér er mögulegt að stíga á svið og leika fyrir framan áhorfendur á söfnunum sem tengd eru nonTVTVstation og á heimasíðu Splintermind.

Sviðið er hins vegar ekki allt þitt. Þú munt leika á móti fjörugu ímyndunarafli Egils Sæbjörnssonar. Umhverfið minnir á málverk eins og finnast á mörkuðum og í skemmtigörðum þar sem þú getur stungið höfðinu í gegnum gat og látið mynda þig í eyðimörk eða á ströndinni eða öðru því umhverfi sem er málað á flekann. Það minnir einnig á vinnubrögð portrett ljósmyndara á 19. öld þegar venjan var að taka portrett í sviðsmynd.

Bláskjárinn minnir einnig á vinnubrögð frumherjanna í skjálist eins og Nam June Paik og annara sem notuðu þessa tækni til að geta framið gjörninga í mismunandi umhverfi í myndbandsverkum sínum. Athafnir áhorfandans eru órjúfanlegur hluti verksins og sú félagslega vídd er kjarninn í hugmynd Egils um sófann. Samspilið við gestina og Listasafnið er nauðsynlegt fyrir mótun verksins..

Myndir af sýningu

Ítarefni