Eggert Pétursson

Eggert Pétursson

Eggert Pétursson

Kjarvalsstaðir

-

Yfirlitssýning á verkum Eggerts Péturssonar sem er einn af fremstu málurum samtímans og hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir sérstæð málverk af íslenskri náttúru. Fínlegar en jafnframt harðgerar jurtir í villtri náttúru Íslands þekja myndflötinn í málverkum Eggerts Péturssonar. Verkin eru unnin af einstakri nákvæmni og vekja áhorfandann til umhugsunar um þá fegurð sem býr við sérhvert fótmál í náttúru Íslands.

Verk Eggerts á sýningunni spanna feril hans frá upphafi til dagsins í dag og hafa sum hver aldrei komið fyrir augu almennings áður.

Verkin eru fengin að láni hjá einkaaðilum, fyrirtækjum og opinberum söfnum. Sýningunni verður fylgt úr hlaði með vandaðri bók um listamanninn..

Myndir af sýningu