Draumlandið mitt í norðri

Draumlandið mitt í norðri

Draumlandið mitt í norðri

Kjarvalsstaðir

-

Karen Agnete Þórarinsson ( 1903-1992) listmálari var ein hinna mörgu, dönsku kvenna sem fylgdu íslenskum eiginmönnum heim frá Kaupmannahöfn á fyrri hluta 20. aldar, eftir nám beggja við dönsku listaakademíuna. Hún hreifst af landi og þjóð og næstu sex áratugina málaði hún og sýndi verk sín víða um land og varð virtur og vel þekktur málari.

Á sýningunni verður lögð áhersla á að kynna þá myndaflokka sem hún sinnti hvað mest en það voru mannamyndir, náttúrustemmur og blóm og kyrralíf. Titill sýningarinnar er sóttur í ljóð Einars Benediktssonar „Bláskógavegur“..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Hrafnhildur Schram

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG