do it (heima) annar hluti

do it (heima) annar hluti

do it (heima) annar hluti

-

Árið 1993 skipulagði Hans Ulrich Obrist ásamt listamönnunum Christian Boltanski og Bertrand Lavier sýningu sem var að öllu leyti byggð á fyrirmælum listamanna, sem hægt væri að fylgja eftir til að búa til tímabundin listaverk á meðan sýningin stendur yfir. do it hefur ögrað hinu hefðbundna sýningarformi, dregið í efa höfundarétt og varpað ljósi á getu listarinnar til að vera til fyrir utan sýningarrýmið. Síðan do it byrjaði hafa orðið til margar nýjar útgáfur, þar á meðal do it (safn), do it (sjónvarp) og do it (í skólanum).

Með tímanum hefur leiðbeiningum listamanna fjölgað úr 12 í 400 og hafa verkin verið framkvæmd í yfir 150 listarýmum í fleiri en 15 löndum. 

Listasafn Reykjavíkur var einn af fyrstu sýningarstöðunum til að vera með do it sýningu en Hans Ulrich Obrist, sem þá var þegar eftirsóttur sýningarstjóri aðeins á þrítugsaldri, kom hingað til lands og stýrði sýningunni sem opnaði á Kjarvalsstöðum árið 1996. Með þeirri sýningu var gefin út sýningarskrá sem innihélt leiðbeiningar um do it (safn), do it (heima) og skjáskot úr do it (sjónvarp). do it (sjónvarp) var sýnt í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins og do it (heima) birtist í Morgunblaðinu. Frekari upplýsingar um sýninguna á Kjarvalsstöðum má finna HÉR.

Þar sem fólk um allan heim er að upplifa fjölda- og fjarlægðartakmarkanir og þarf jafnvel að halda sig heima, hefur Listasafn Reykjavíkur gengið til liðs við Independent Curators International (ICI) ásamt um 50 listarýmum um allan heim, til að deila do it (heima). Útgáfa af do it eins og Obrist sá fyrir sér árið 1995, inniheldur do it (heima) leiðbeiningar listamanna sem er auðvelt að koma í framkvæmd heima fyrir.  

Fyrir Obrist þá hefur „do it alltaf verið alþjóðlegt og staðbundið, almennt og einka – þau svið lífsins sem hafa sameinast hjá mörgum á undanförnum mánuðum.“ do it (heima) mun fjarlægja þig frá skjánum og endurskapa listupplifun þína heima.

Þú munt svara kalli listamannanna, fylgja forystu þeirra, fara inn í heiminn þeirra og gera grein fyrir listaverkum fyrir þeirra hönd. Þegar þú ert tilbúinn að fara aftur að skjánum, deildu því að þú tókst þátt! Myndaðu samband við aðra gerendur á Instagram - #doithome

Smelltu hér til að skoða og hlaða niður do it (heima) annar hluti

Listamenn eru: Etel Adnan, Chino Amobi, Alvaro Barrington, Dineo Seshee Bopape, Andrea Bowers, BTS, Cao Fei, Gabriel Chaile, Paul Chan, Boris Charmatz, Ian Cheng, Judy Chicago, Hélène Cixous, Megan Cope, Shawanda Corbett, Abraham Cruzvillegas, Aria Dean, Es Devlin, Goran Đorđević, Olafur Eliasson, Édouard Glissant, Ayesha Green, Marlon Griffith, Alexis Pauline Gumbs, bani haykal, Huang Yong Ping, Luchita Hurtado, Pierre Huyghe, Evan Ifekoya, Suzanne Jackson, Jonathan Jones, Carla Juaçaba, Dozie Kanu, Yazan Khalili, Christine Sun Kim, Kim Heecheon, Liu Chuang, Cannupa Hanska Luger, Jota Mombaça, Oscar Murillo, Gerald Murnane, Eileen Myles, Ana Navas, Otobong Nkanga, Laura Ortman, Sondra Perry, Asad Raza, Ugo Rondinone, Dayanita Singh, Hito Steyeryl, Latai Taumoepeau, Rirkrit Tiravanija, Kemang Wa Lehulere og Franz West.

do it (heima) er sýningarstýrt af Hans Ulrich Obrist og framleitt af Independent Curators International (ICI), New York. do it (heima) er gert aðgengilegt listastofnunum um allan heim án endurgjalds, til að bregðast við COVID-19 ástandinu, með stuðningi stjórna ICI, ICI Access Fund, Andy Warhol myndlistarsjóðsins og Jeanne og Dennis Masel sjóðsins.

#doithome.

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Hans Ulrich Obrist