do it (heima)

do it (heima)

do it (heima)

-

Árið 1993 skipulagði Hans Ulrich Obrist ásamt listamönnunum Christian Boltanski og Bertrand Lavier sýningu sem var að öllu leyti byggð á fyrirmælum listamanna sem hægt var að fylgja og búa til tímabundin listaverk á meðan sýningin stóð yfir. do it hefur ögrað hinu hefðbundna sýningarformi, dregið höfundarrétt í efa og ýtt undir þá hugmynd að list geti verið til fyrir utan sýningarrýmið. Síðan do it byrjaði hafa orðið til margar nýjar útgáfur, þar á meðal do it (safn), do it (sjónvarp) og do it (í skólanum).

Með tímanum hefur leiðbeiningum listamanna fjölgað úr 12 í 400 og hafa verkin verið framkvæmd í yfir 150 listarýmum í fleiri en 15 löndum. 

Listasafn Reykjavíkur var einn af fyrstu sýningarstöðunum til að vera með do it sýningu en Hans Ulrich Obrist, sem þá var þegar eftirsóttur sýningarstjóri aðeins á þrítugsaldri, kom hingað til lands og stýrði sýningunni sem var opnuð á Kjarvalsstöðum árið 1996. Með þeirri sýningu var gefin út sýningarskrá sem innihélt leiðbeiningar um do it (safn), do it (heima) og skjáskot úr do it (sjónvarp). do it (sjónvarp) var sýnt í Dagsljósi RÚV og do it (heima) birtist í Morgunblaðinu. Frekari upplýsingar um sýninguna á Kjarvalsstöðum má finna HÉR.

Í ljósi þess að fólk um allan heim upplifir nú fjölda- og fjarlægðartakmarkanir og þarf jafnvel að halda sig heima, hefur Listasafn Reykjavíkur gengið til liðs við Independent Curators International (ICI) ásamt um þrjátíu listarýmum um allan heim og deilir do it (heima). Útgáfa af do it eins og Obrist sá fyrir sér árið 1995, inniheldur do it (heima) leiðbeiningar listamanna sem er auðvelt að framkvæma heima fyrir. 

Fyrir Obrist hefur „do it alltaf verið alþjóðlegt og staðbundið, almennt og einka – þau svið lífsins sem hafa sameinast hjá mörgum á undanförnum mánuðum.“ do it (heima)  fær þig til þess að líta upp frá skjánum og búa til list heima fyrir.

Þannig svarar þú kalli listamannanna, fylgir þeim, ferð inn í þeirra heim og býrð til listaverk fyrir þeirra hönd. Þegar þú ert tilbúinn til að fara aftur að skjánum, deildu því sem þú hefur gert! Náðu sambandi við aðra gerendur á Instagram með því að nota myllumerkið #doithome

Smelltu hér til að skoða og hlaða niður do it (heima)

Meðal listamanna eru: Etel Adnan, Sophia Al Maria, Uri Aran, Arca, Nairy Baghramian, Christian Boltanski, Meriem Bennani, Geta Bratescu, Critical Art Ensemble, Jimmie Durham, Torkwase Dyson, Tracey Emin, Simone Forti, Liam Gillick, Joseph Grigely, Shilpa Gupta, Koo Jeong-A, David Lamelas, Lynn Hershman Leeson, Lucy R. Lippard, Cildo Meireles , Jonas Mekas, Albert Oehlen, Precious Okoyomon, Füsun Onur, Christodoulos Panayiotou, Philippe Parreno, Thao Nguyen Phan, Marjetica Potrč, Raqs Media Collective, Pascale Marthine Tayou og Carrie Mae Weems.

Sýningarstjóri do it (heima) er Hans Ulrich Obrist og framleðandinn er Independent Curators International (ICI), New York. do it (heima) er gert aðgengilegt listastofnunum um allan heim án endurgjalds, til að bregðast við COVID-19 ástandinu, með stuðningi stjórna ICI, ICI Access Fund og Jeanne og Dennis Masel sjóðnum..

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Hans Ulrich Obrist