Veldu ár
Dieter Roth - Lest
Á fimmta hundrað verka Dieters Roth eru til sýnis á sameiginlegri sýningu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Gallerí 100°. Um er að ræða viðamesta sýningarverkefni sem Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Íslands hafa ráðist í en þetta er auk þess í fyrsta sinn sem söfnin standa sameiginlega að einu sýningarverkefni.
Sýningarstjóri er sonur listamannsins, Björn Roth en sýningin er þungmiðjan í þema Listahátíðar í Reykjavík þetta árið sem helguð er alþjóðlegri samtímamyndlist undir yfirskriftinni Tími, rými, tilvera. Meðal verka á sýningunni Lest eru nokkrar af þekktustu innsetningum listamannsins, bókverk, grafík og málverk en við valið á verkunum voru tengsl þeirra við Ísland sýningarstjóranum ofarlega í huga.







Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.