D8 Gunn­hildur Hauks­dóttir

D8 Gunnhildur Hauksdóttir

D8 Gunnhildur Hauksdóttir

Hafnarhús

-

D er ný sýningaröð í Hafnarhúsinu sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfnum landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýningarskrár.

Sýningarnar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

Gunnhildur Hauksdóttir (f. 1972) vinnur innsetningar og myndbandsverk oft með einföldum vísunum sem opnar eru fyrir túlkun áhorfandans og fjalla um manninn, umhverfi hans og viðmið. Hún fangar samband hests og knapa sem einkennist af kraftmiklum mótsögnum tálgaðs vilja og dýrslegrar nálægðar..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Ólöf K. Sigurðardóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort