D7 Ingirafn Stein­arsson

D7 Ingirafn Steinarsson

D7 Ingirafn Steinarsson

Hafnarhús

-

D er ný sýningaröð í Hafnarhúsinu sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill Listasafn Reykjavíkur vekja athygli á efnilegum myndlistarmönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfnum landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýningarskrár.

Sýningarnar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

Ingirafn Steinarsson (f. 1973) skipuleggur hugmyndir sínar og býr til verkin á kerfisbundinn hátt með það fyrir augum að taka á mannlegum og sálfræðilegum aðstæðum sem oft er erfitt að nálgast á vísindalegan eða mælanlegan hátt. Áhugi Ingarafns á hinu raunverulega og hinu skáldaða er augljós í vísindaskáldsögulegum höggmyndum hans sem endurspegla sterklega en á nærgætinn hátt óvenjulega kímnigáfu hans..

Myndir af sýningu