
Hafnarhús
-
D salur
Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur hún verið virk í sýningahaldi bæði hérlendis og erlendis. Vídeóverk eftir hana hafa unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum og tónlistarmyndband eftir Kristínu var tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2019. Kristín hefur tekið þátt í félagsstörfum myndlistarmanna, meðal annars sat hún í varastjórn Nýlistasafnsins árin 2018-2020, var í hópi sýningarstjóra fyrir sýningaröðina ,,Rólegt og Rómantískt” í Harbinger árið 2019 og hefur verið hluti af Kling og Bang hópnum frá 2020.
Sem myndlistarmaður vinnur Kristín þvert á miðla, þar sem hún færir hugmyndir úr upplifunum, sögum og hversdagslegum fyrirbærum í ólíkar formgerðir. Í gegnum málverk, sviðsetta ljósmyndun, skúlptúra, vídeó og hljóð tekst hún á við ofurraunveruleika (e. hyperreality) hversdagsleikans og skoðar spennuna milli hins náttúrulega, manngerða og sviðsetta. Með því að blanda saman því náttúrulega og manngerðu og víkka mörkin milli raunverulegs og sviðsetts, reynir hún að endurspegla þann heim sem við lifum í, þar sem mörkin milli hins sanna og hins tilbúna verða sífellt óskýrari.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Sýningarstjóri
Þorsteinn Freyr Fjölnisson