Veldu ár
D5 Jóhannes Atli Hinriksson
Jóhannes Atli Hinriksson (f. 1975) hefur getið sér orð fyrir kraftmiklar innsetningar úr grófum og ódýrum efnum. Það er ekkert endanlegt eða niðurnjörvað í verkum hans. Innsetningarnar byrja oft með óljósri hugmynd eða frásögn en í sköpunarferlinu leyfir listamaðurinn verkunum að þróast og breytast að sjálfsdáðum. Verksummerki óhefts sköpunarferlis eru sjáanleg í innsetningunum. Það er hrynjandi í þeim sem tjáir orku og eyðileggingarmátt þungarokks. Verkin eru full af sundurlausum tilvísunum í afríska list og goðsagnir, Voodoo, særingu, og alþýðulist. Fyrir Jóhannesi Atla er köngulóin magnaður listamaður sem fangar bráð í vef sinn. Vefurinn minnir okkur líka á örlagavef Urðar,Verðandi og Skuldar og goðsögur frá ýmsum menningarheimum sem tengjast hrynjanda trumbunnar.
Jóhannes Atli Hinriksson útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2005.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.