D46 Ásgerður Birna Björns­dóttir: Sner­titaug

D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug.

D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug

Hafnarhús

-

Verk Ásgerðar Birnu eiga sér stað á breiðum efnislegum skala; örfínar agnir, kílómetrar af rafmagnsvír, línudans á mörkum þess áþreifanlega og ósnertanlega. Á sýningunni setur hún fram verk sem best er lýst sem ljóstillífandi innsetningu. Sólarrafhlöður safna í sig orku sem knýja áfram vídeó-verk.

Birtuskilyrði og hækkandi sól stýra því hvernig verkið birtist dag frá degi. Málmsteyptir skúlptúrar í formi lífrænna greina bera uppi rafmagnssnúrur sem flytja orkuna frá einum stað til annars. Spírandi valhneta getur af sér grænar greinar. Sjónum er beint að flæði og ferðalagi orku og varpar ljósi á samlífi náttúru og tækni, þess lífræna og stafræna. Ekkert á sér stað í tómarúmi og allt er öðru háð.

Virknin býr í ögnum, bylgjum og annarri orku á milli og handan heima. 

Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) lauk BA-prófi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2016. Hún er einn stofnenda Laumulistasamsteypunnar, GSM (sýningarrýmis í hljóð-bylgjum) auk þess sem hún rak sýningarrýmið at7 í Amsterdam 2017-2019. Verk Birnu hafa meðal annars verið sýnd í Nýlistasafninu, Cosmos Carl, Kling og Bang, at7 sýningarrými, Elswhere Museum, Open, Sequences VIII og á heimasíðu bandaríska tímaritsins Art in America. Hún tók einnig þátt í Haustlaukum – Ný myndlist í almannarými á vegum Listasafns Reykjavíkur árið 2019. Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

Sýningin Snertitaug er unnin í samstarfi við fyrirtækin Skorra og Snjallveggi..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Edda Halldórsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Boðskort