Veldu ár
D43 Auður Lóa Guðnadóttir: Já/Nei
Auður Lóa Guðnadóttir er 43. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.
Auður Lóa er fædd árið 1993 í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk BA gráðu árið 2015. Síðan hefur hún starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra listamenn. Auður Lóa fæst mest við skúlptúr og vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Í verkum sínum leitast hún við að túlka hið óvænta, en almenna. Verkin, í samhengi við hvert annað, við umhverfi sitt, í samtali við miðil og efni, segja sögu, reyna að grafa holu í eitthvað óáþreifanlegt.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.