D40 Una Björg Magnús­dóttir: Mann­fjöldi hverfur spor­laust um stund

D40 Una Björg Magnúsdóttir: Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund

D40 Una Björg Magnúsdóttir: Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund

Hafnarhús

-

Una Björg Magnúsdóttir er 40. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Una Björg er fædd árið 1990 og starfar í Reykjavík.

Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Una Björg vinnur aðallega með skúlptúr. Hún finnur verkum sínum farveg í ýmsum munum og uppstillingum sem eru í raun sviðsetning fyrir verkin sjálf. Verkin eru oft hreyfanleg og/eða gefa frá sér hljóð. Þannig eru verkin kunnugleg en ögra á sama tíma ályktun áhorfandans.

Una Björg hefur tekið þátt í sýningum erlendis og hér heima, af nýlegum sýningum hennar má nefna  Royal#1 í Royal-verksmiðjunni á Nýlendugötu 21 ásamt Ívari Glóa Gunnarssyni, Mótun/Formation í i8 og Hátt og lágt í Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Aldís Snorradóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Boðskort