D39 Emma Heið­ars­dóttir: Jaðar

Ljósmynd: Emma Heiðarsdóttir Forsýning 2019

D39 Emma Heiðarsdóttir: Jaðar

Hafnarhús

-

Á sýningu Emmu Heiðarsdóttur setur hún fram vangaveltur um stund og stað myndlistar. Hvar og hvenær hefst listupplifun, hve lengi varir hún og hvert ferðast hún með áhorfendum? Listaverkið leikur venju samkvæmt lykilhlutverk í öllu þessu ferli sem og sýningarstaðurinn – listasafnið. Emma snýr upp á þessa þætti og fær sýningargesti til að staldra við og íhuga reynslu sína. 

Emma Heiðarsdóttir er 39.

listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Emma er fædd 1990, nam myndlist við Listaháskóla Íslands 2010-13 og stundaði framhaldsnám við listaháskólann í Antwerpen þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Verk hennar byggjast á inngripi í þau rými sem hún sýnir í auk sjálfstæðra þrívíðra verka og myndbandsverka.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Markús Þór Andrésson

Listamenn

Boðskort

Boðskort