D31 Anna Rún Tryggva­dóttir: Garður

D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður

D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður

Hafnarhús

-

Við deilum hversdegi hvort með öðru í sameiginlegum garði mannlegrar hugsunar; í ólíkum hugmyndum og kerfum sem við samþykkjum sem grundvöll samveru okkar. Sökum þessa verður hið manngerða oft fyrirferðarmeira en hið náttúrulega í okkar daglegu tilvist. Það er auðvelt að missa tengingu við náttúruna í okkur sjálfum og hugmyndir lenda oft á vergangi innan staðlaðra kerfa.

Náttúrunni í Garði Önnu Rúnar hefur verið umbreytt.

Hún tekur á sig ófyrirséðar myndir þegar ólík efni mætast og finna sér sinn eigin farveg innan rammans sem sýningin býður upp á. Umbreytingarferlið verður áhorfendum ljóst og verkin verða síbreytileg í efnislegum gjörningi. Anna Rún (1980) lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og Concordia-háskólann í Montréal í Kanada. Meðal nýlegra sýningarverkefna má nefna einkasýningu í Hverfisgallerí (2016), samsýningu í Hafnarborg (2016) og þátttöku í Disko Arts Festival á Grænlandi (2017). Anna Rún starfar einnig sem leikmynda- og búningahönnuður innan leikhúsa víða um heim. Anna Rún Tryggvadóttir er 31.

listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar en markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Á árinu 2017 eru áætlaðar fjórar sýningar í sýningaröðinni..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Edda Halldórsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Boðskort